fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Einn sá besti furðu lostinn yfir hæfileikum Bale á nýju sviði – „Er bara ekki sann­gjarnt“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 19:30

Fyrrum atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Gareth Bale / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

At­vinnu­kylfingurinn Jon Rahm, þriðji efsti maður PGA-heims­listans í golfi átti vart orð yfir frammi­stöðu fyrrum at­vinnu­mannsins í knatt­spyrnu, Gareth Bale á golf­vellinum er þeir spiluðu saman níu holur á dögunum. Jon lét hafa það eftir sér að það væri ekki sann­gjarnt að Bale væri bæði fram­úr­skarandi í knatt­spyrnu og golfi á sama tíma.

Bale og Jon eru báðir á meðal kepp­enda á AT&T Pebb­le Beach Pro-Am mótinu sem fer fram dagana 2. febrúar – 5. febrúar næst­komandi. Á mótinu spila at­vinnu­kylfingar og þekktir á­huga­kylfingar í golfi saman.

Gareth Bale, sem á yfir glæstum knatt­spyrnu­ferli að skipa, á­kvað á dögunum að láta gott heita og leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna. Bale þykir afar fram­bæri­legur kylfingur á ætlar hann að helga golfi meira af tíma sínum í fram­tíðinni.

Sem áður sagði spilaði hann níu holur með Jon Rahm á dögunum og sá síðar­nefndi var hrifinn af því sem hann sá hjá Bale.

„Ég sagði við hann að hann gæti ekki verið svona góður í knatt­spyrnu og golfi á sama tíma, það er ekki sann­gjarnt,“ sagði Jon í sam­tali við spænska miðilinn Mar­ca og vissi greini­lega ekki á þeim tíma að Bale hefði lagt knatt­spyrnu­skóna á hilluna.

„Þú getur ekki helgað þig einni grein á borð við knatt­spyrnu en samt verið með svona mikla hæfi­leika í golfi, það er bara ekki sann­gjarnt. Hann ætlar sér að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna bráðum og elskar golf. Hann vill spila meira og vonandi munum við sjá hann oftar á Pro-Am mótunum í fram­tíðinni.“

Bale þyrfti ekki nein heil­ræði þegar kemur að golfi.

„Hann spurði ekki um nein ráð og þarf þess heldur ekki, hann er alveg nægi­lega góður fyrir.“

Bale og Jon Rahm saman á golfvellinum á dögunum / Mynd: Skjáskot
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír