Ivana Knoll vakti gríðarlega athygli á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót og er í raun orðin heimsfræg.
Hún birti fjölda mynda af sér á mótinu, þar sem hún studdi Króatíu. Í enskum götublöðum var Knoll gjarnan kölluð „sú heitasta á HM í Katar.“
Í kjölfarið hefur hún hangið með Hollywood-stjörnum og fleiri heimsfrægum. Þá er hún komin með 3,6 milljónir fylgjenda á Instagram.
Nýverið birti hún tvær nýjar myndir af sér, aðra þeirra í nuddi.
Hafa þær vakið mikla athygli.
Myndirnar má sjá hér að neðan.