fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Mikil reiði á Bretlandi eftir skammarlegar vendingar í kvennaboltanum – „Greinilega langt í land enn þá“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 19:00

Frá leik Chelsea og Liverpool um helgina / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Chelsea og Liver­pool í úr­vals­deild kvenna á Eng­landi var flautaður af í gær eftir að­eins tæpar sex mínútur eftir að dómari leiksins mat vallar­að­stæður ó­boð­legar. Mikið frost hafði verið á svæðinu sem varð til þess að völlurinn sem spilað var á var frosinn og mátti sjá leik­menn í miklum erfið­leikum með að fóta sig á honum.

At­burða­rásinni hefur verið lýst sem far­sa­kenndri og hefur enska knatt­spyrnu­sam­bandið í kjöl­farið fengið á sig mikla gagn­rýni fyrir fram­kvæmd leiksins. Eftir nokkurra mínútna leik sá dómari leiksins fram á það að að­stæðurnar sem spilað var við væru ein­fald­lega hættu­legar leik­mönnum og hafa mynd­skeið frá honum sem birst hafa á sam­fé­lags­miðlum varpað ljósi á það.

Emma Hayes, marg­reyndur þjálfari Chelsea segir að leikurinn hefði aldrei átt að fara fram.

„Maður gat séð það strax á upp­haf­smínútunum leiksins að völlurinn var eins og skauta­svell. Leikurinn hefði aldrei átt að vera spilaður. Það vildu allir spila leikinn en í þessum til­fellum erum við að spila með til­finningar leik­manna og liða, hvort þær vilji spila eða ekki og í þeim til­fellum verður á­kvörðunin að koma frá knatt­spyrnu­sam­bandinu. Knatt­spyrnu­sam­bandið var ekki hér en ætti að vera taka þessar á­kvarðanir.“

Málið þykir varpa ljósi á það hversu langt kvennaknatt­spyrnan er á eftir karla­boltanum. Beth Mead ein af stjörnum enska lands­liðsins tjáði sig um at­burða­rásina í færslu á Twitter.

„Á al­var­legu nótunum. Þetta er ein af bestu deildum Evrópu og við erum að af­lýsa leikjum vegna frosinna valla. Þetta er ekki nægi­lega gott, kvennaknatt­spyrnan hefur verið að fara í rétta átt en það er greini­lega langt í land enn þá.“

The At­hletic birti í dag ítar­lega grein um fram­kvæmd leiksins og þá stað­reynd að fara þurfi fram rann­sókn og greining á því af hverju hann í fyrsta lagi hafi verið flautaður á.

„Þetta er skammar­legt og varpar ljósi á skortinn á al­menni­legum inn­viðum í kvennaknatt­spyrnunni. Deildin stærir sig af því að vera sam­keppnis­hæfasta deild Evrópu, laðar til sín bestu leik­mennina og er studd á­fram af tíma­móta sjón­varps- og styrktar­samningum en þetta er dagur sem varpaði ljósi á alla veik­leika deildarinnar.“

Svip­myndir frá upp­haf­smínútunum í leik Chelsea og Liver­pool má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar