Leandro Trossard er búinn í læknisskoðun hjá Arsenal og ætti félagið því að geta kynnt hann til leiks innan skamms.
Trossard er að ganga í raðir Arsenal frá Brighton fyrir 27 milljónir punda. Belginn mun skrifa undir þriggja og hálfs árs samning.
Hann er 28 ára gamall og getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Ef Trossard verður formlega orðinn leikmaður Arsenal fyrir hádegi getur hann fengið leikheimild fyrir stórleikinn gegn Manchester United á sunnudag. Það stefnir í að það takist og leikmaðurinn búinn í læknisskoðun.
Á þessari leiktíð hefur Trossard skorað sjö mörk og lagt upp þrjú í sextán leikjum með Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Leandro Trossard has now successfully completed all medical tests as Arsenal player. ✅🩺⚪️🔴 #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023