Framherjinn Danny Ings er genginn í raðir West Ham en hann kemur til félagsins frá Aston Villa.
Kaupverðið verður allt að 15 milljónir punda en Ings er þrítugur og þekktur markaskorari á Englandi.
Ings var keyptur til Villa fyrir rúmlega 20 milljónir punda árið 2021 en hann var þá á mála hjá Southampton.
Hann náði hins vegar ekki að sýna sínar réttu hliðar á Villa Park og fær nú tækifæri á að sanna sig annars staðar.
Ings á að baki þrjá landsleiki fyrir England en hann skoraði alls 13 deildarmörk í 48 leikjum fyrir Villa en lék áður með Southampton, Liverpool og fyrst Burnley.