Crystal Palace 1 – 1 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes(’43)
1-1 Michael Olise(’91)
Manchester United mistókst að sækja þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Crystal Palace.
Útlitið var lengi bjart fyrir gestina sem komust yfir með marki frá Bruno Fernandes á markamínútunni þeirri 43.
Staðan var 1-0 í dágóðan tíma og stefndi allt í að Man Utd myndi tryggja sér annað sæti deildarinnar.
Það var hins vegar á 91. mínútu sem Palace jafnaði metin er Michael Olise kom knettinum í netið.
Olise sá þar um a tryggja Palace gott stig og situr Man Utd í þriðja sætinu eftir leik með jafn mörg stig og grannarnir í Manchester City.