Lucas Moura, leikmaður Tottenham, ætlar að klára samning sinn hjá félaginu og halda svo til heimalandsins, Brasilíu.
Það er Goal sem fullyrðir þessar fréttir en Lucas er aðeins þrítugur að aldri og gæti vel spilað lengur í Evrópu.
Hann hefur hins vegar ekki verið í uppáhaldi hjá Antonio Conte, stjóra Tottenham, og vill fara í sumar.
Samningur Lucas við Tottenham rennur út í sumar og eru afar litlar líkur á að hann verði framlengdur.
Lucas er uppalinn hjá Sao Paulo og vill halda þangað í sumar en hann hefur aðeins leikið um 300 mínútur á tímabilinu.