Joao Felix er ekki að eiga sjö dagana sæla en hann skrifaði nýlega undir samning við Chelsea á Englandi.
Felix gerði lánssamning við Chelsea út tímabilið og spilaði gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudag.
Chelsea tapaði þessum leik 2-1 og var það að hluta til Felix að kenna sem fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik.
Felix fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu fyrir groddaralega tæklingu en staðan var þá 1-1.
Portúgalinn varð um leið fyrsti leikmaður í sögu Chelsea til að fá rautt spjald í sínum fyrsta leik fyrir félagið.