fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Til í að lækka launin hressilega til að losna frá London og snúa aftur til Barcelona

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 12:30

Aubameyang.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang vonast til þess að geta gengið aftur í raðir Barcleona nú í janúar aðeins fjórum mánuðum eftir að Chelsea keypti hann.

Framherjinn frá Gabon kom frá Barcelona í ágúst en Thomas Tuchel keypti hann til félagsins.

Tuchel var rekinn úr starfi nokkrum dögum eftir að Aubameyang kom og Graham Potter tók við.

Potter hefur ekki mikið álit á Aubameyang sem var á dögunum settur inn sem varamaður og kippt af velli í sama leiknum.

Eftir að hafa spilað með Barcelona í upphafi tímabils má hann aðeins ganga aftur í raðir Börsunga, önnur félög eru ekki í boði samkvæmt reglum FIFA.

Miðlar á Spáni segja að Aubameyang sé til í að lækka laun sín hressilega til að komast aftur til Katalóníu. Barcelona reynir að koma Memphis Depay til Atletico Madrid og þá opnast dyrnar aftur fyrir Aubameyang.

Aubameyang hefur ekki byrjað leik hjá Chelsea frá því í nóvember og koma Joao Felix gerir stöðu hans enn verri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Í gær

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist