Ef Glazer fjölskyldan selur ekki Manchester United á næstu mánuðum segir Telegraph frá því að Erik ten Hag fái mjög takmarkaða fjármuni til leikmannakaupa næsta sumar.
Erik ten Hag vildi kaupa framherja í sumar en Glazer fjölskyldan vill ekki versla, hann þarf að sætta sig við Wout Weghorst á láni frá Burnley.
Nú segir Telegraph frá því að Ten Hag búi við þröngan kost í sumar, hann þurfi að koma liðinu í Meistaradeildina og selja nokkuð af leikmönnum til að geta haldið sig við planið.
Ten Hag vill kaupa miðjumann og framherja í sumar en ljóst er að Glazer fjölskyldan vill ekki rífa upp veskið.
Ten Hag er á sínu fyrsta tímabili og hefur unnið 20 af fyrstu 27 leikjum sínum í starfi sem er besti árangur sem stjóri United hefur náð í upphafi starfsins.
#mufc will have to qualify for the Champions League and raise significant money through player sales if Ten Hag is to sign the midfielder and striker he wants this summer – even if the Glazers sell the club. [@TelegraphDucker]
— UtdDistrict (@UtdDistrict) January 12, 2023