fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag fær vondar fréttir fyrir sumarið – Glazer fjölskyldan neitar að eyða háum fjárhæðum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Glazer fjölskyldan selur ekki Manchester United á næstu mánuðum segir Telegraph frá því að Erik ten Hag fái mjög takmarkaða fjármuni til leikmannakaupa næsta sumar.

Erik ten Hag vildi kaupa framherja í sumar en Glazer fjölskyldan vill ekki versla, hann þarf að sætta sig við Wout Weghorst á láni frá Burnley.

Nú segir Telegraph frá því að Ten Hag búi við þröngan kost í sumar, hann þurfi að koma liðinu í Meistaradeildina og selja nokkuð af leikmönnum til að geta haldið sig við planið.

Ten Hag vill kaupa miðjumann og framherja í sumar en ljóst er að Glazer fjölskyldan vill ekki rífa upp veskið.

Ten Hag er á sínu fyrsta tímabili og hefur unnið 20 af fyrstu 27 leikjum sínum í starfi sem er besti árangur sem stjóri United hefur náð í upphafi starfsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu