Eden Hazard mun ekki yfirgefa lið Real Madrid í þessum mánuði en the Athletic fullyrðir þessar fregnir.
Hazard er 32 ára gamall en hann hefur alls ekki staðist væntingar í Madríd síðan hann kom þangað frá Chelsea 2019.
Hjá Chelsea var Hazard talinn á meðal bestu leikmanna heims en ástandið hefur versnað töluvert hjá Real.
Real vill mikið losna við Hazard sem kostaði í kringum 140 milljónir evra og er á háum launum.
Belginn er hins vegar ákveðinn í að spila allavega út tímabilið með Real og ætlar að funda með umboðsmönnum sínum í febrúar.