Besiktas vill senda Dele Alli aftur til Everton.
Enski miðjumaðurinn er á láni hjá Besiktas frá Everton en ekkert hefur gengið upp hjá honum hingað til.
Tyrkneska félagið vill því losna við hann í þessum mánuði.
Það gæti hins vegar reynst flókið. Engin klásúla er í lánssamningi Alli sem gerir Besiktas kleift að senda kappann til baka, nema þá að félagið taki það á sig að borga fullt verð fyrir hann.
Lánsféið sem Besiktas þarf að greiða Everton, sem fékk Alli frá Tottenham fyrir ári síðan, fyrir þessa leiktíð er ein milljón punda. Mun enska félagið rukka alla upphæðina þó Alli snúi aftur núna.
Alli var eitt sinn ein af vonarstjörnum Englands. Hann hefur hins vegar engan veginn staðið undir væntingum.
Nú er leikmaðurinn 26 ára gamall og virðist smátt og smátt fjara undan knattspyrnuferli hans.