fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Leikmenn Chelsea sannfærðu liðsfélaga sinn um að fara annað – ,,Komið mér í þessa flugvél“

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 19:34

Tomori. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru leikmenn Chelsea sem sannfærðu varnarmanninn Fikayo Tomori um að ganga í raðir AC Milan á Ítalíu.

Tomori tók hugrakka ákvörðun í byrjun 2021 og samdi við Milan en hann hafði allan sinn feril verið samningsbundinn Chelsea.

Tækifærin á þeim tíma voru þó af skornum skammti og eftir að hafa rætt við liðsfélaga sína í Chelsea ákvað Tomori að semja við Milan.

Tomori ræddi við leikmenn Chelsea sem höfðu reynslu af Ítalíu og gátu ekki talað betur um deildina þar í landi.

,,Þetta var ekki bara eitthvað félag, þetta var AC Milan. Svo talaði ég við nokkra stráka hjá Chelsea sem höfðu spilað á Ítalíu – Toni Rudiger, Mateo Kovacic og Emerson. Toni hafði spilað með Roma og hann talaði alltaf um magnaðan stuðning. Hann sagði við mig að ef tækifærið kæmi þá þyrfti ég að taka það,“ sagði Tomori.

,,Hann sagði að þetta væri öðruvísi á Ítalíu, að hann hafi verið maðurinn þarna. Hann sagði mér að gefa allt í verkefnið og að þeir myndu elska mig þarna.“

,,Svo var komið að Thiago Silva, hann talaði ekki einu sinni ensku en hann áttaði sig á því hvað við værum að tala um. Hann sagði ‘Milan?’ og setti þumalputtann upp. Ég hugsaði með mér, allt í lagi, komið mér í þessa flugvél.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Í gær

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“