Enzo Fernandez verður ekki með Benfica gegn Portimonense í portúgölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þessar fréttir koma í kjölfar mikils áhuga Chelsea á leikmanninum.
Fernandez, sem er 21 árs gamall, var valinn besti ungi leikmaður Heimsmeistaramótsins í Katar fyrir áramót, en hann varð meistari með argentíska landsliðinu.
Í kjölfarið vakti hann áhuga stærri félaga og hefur Chelsea helst verið nefnt til sögunnar.
Fernandez verður ekki með Benfica í kvöld í ljósi umræðunnar.
Hins vegar þarf mikið að gerast áður en Benfica selur Fernandez til Chelsea.
Enska félagið þarf að borga 120 milljónir evra.
Enzo Fernández won’t be called up for tonight’s game vs Portimonense, it’s confirmed. Enzo won’t even make the bench after last complicated days. 🚨🔴 #Benfica
Benfica message to Chelsea remains clear, as things stand: €120m or no way to sell Enzo in January. #CFC pic.twitter.com/pfTLzLFNOH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 6, 2023