fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Búnir að gefast upp á að ræða við Chelsea – Hafa enga trú á að skiptin gangi í gegn

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 19:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benfica í Portúgal er búið að gefast upp á Chelsea sem reynir að semja við miðjumanninn Enzo Fernandez.

Fernandez er ein af nýju stjörnum Evrópu en hann lék frábærlega með argentínska landsliðinu á HM í Katar.

Fernandez er þó samningsbundinn í Evrópu við Benfica og ætlar sér að komast burt í janúarglugganum.

Chelsea hefur reynt að semja við Benfica um kaup á miðjumanninum en félagið heimtar 106 milljónir punda sem er kaupákvæði í hans samningi.

Blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo segir að viðræðurnar séu nú sigldar í strand og hefur Benfica enga trú á að samkomulag náist við Chelsea.

Chelsea bauð í kringum 100 milljónir punda í Fernandez sem vann einmitt HM með Argentínu í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina