fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Real Madrid viðurkennir eigin mistök – Arsenal græddi verulega á þeim

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 21:39

Diogo Jota í baráttu við Martin Odegaard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er búið að sætta sig við það að félagið hafi gert mistök með því að hleypa Martin Ödegaard til Arsenal.

Ödegaard var fenginn til Real fyrir um átta árum síðan en hann var þá aðeins 16 ára gamall og lék í Noregi.

Ödegaard er í dag 24 ára gamall og var seldur til Arsenal frá Real á síðasta ári.

Tækifærin voru af skornum skammti hjá Real og taldi stjórn félagsins það rétt að selja hann endanlega.

Norðmaðurinn hefur síðan 2021 sannað hversu góður hann er en hann samdi upphaflega við Arsenal á láni og var svo keyptur.

Ödegaard hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en Arsenal borgaði 35 milljónir evra fyrir hann.

Stjórn Real viðurkennir eigin mistök samkvæmt Mundo Deportivo og gæti jafnvel einn daginn reynt að fá miðjumanninn aftur í sínar raðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina