fbpx
Þriðjudagur 06.desember 2022
433Sport

Arnar finnur fyrir pressunni – „Það búast allir við að þú vinnir leikinn“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, bíður með eftirvæntingu eftir úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Hann býst við góðum en krefjandi leik.

Víkingur er í öðru sæti Bestu deildarinnar á meðan FH er í því ellefta. Það skiptir þó litlu fyrir leikinn á laugardag, að sögn Arnars.

„Það er mikil eftirvænting. Þetta er stærsti einstaki leikur ársins. Við erum að spila við mjög stóran og sögulegan klúbb, ekki gengið vel hjá þeim í sumar en ég held það skipti engu máli þegar leikurinn á laugardag hefst,“ segir Arnar við 433.is í aðdraganda leiksins.

Arnar vonast eftir skemmtilegum leik.

„Ég vona að þetta verði skemmtilegt og að bæði lið sæki til sigurs. Fyrirfram á maður von á að við verðum eitthvað aðeins meira með boltann en þeir eru með góða leikmenn innanborðs. Þeir geta meitt okkur verulega ef við erum ekki á tánum.

Þetta er það stór leikur að ég vona að bæði lið mæti með það hugarfar að skemmta áhorfendum og leggja allt í sölurnar.“

Liðin mættust einnig í bikarúrslitum fyrir þremur árum síðan. Þá var FH talið sigurstranglegra liðið en Víkingur hafði þó betur. Nú hefur taflið snúist við.

„Það er aðeins meiri pressa ef þú ert sigurstranglegri. Það búast allir við að þú vinnir leikinn, það er aðeins öðruvísi,“ segir Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall með Jesus en enginn framherji verður keyptur

Áfall með Jesus en enginn framherji verður keyptur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sky Sports segir fréttir Marca af málefnum Ronaldo rangar

Sky Sports segir fréttir Marca af málefnum Ronaldo rangar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvernig tekið var á móti enska landsliðinu á hótelinu í nótt – Grealish allt í öllu

Sjáðu hvernig tekið var á móti enska landsliðinu á hótelinu í nótt – Grealish allt í öllu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona Messi húðskammaði son þeirra fyrir allra augum í Katar eftir að hann gerði þetta

Eiginkona Messi húðskammaði son þeirra fyrir allra augum í Katar eftir að hann gerði þetta
433Sport
Í gær

Pickford klár í að fara á punktinn fyrir England

Pickford klár í að fara á punktinn fyrir England