fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Tveir tekið eigið líf eftir hörmungarnar í París – Endurupplifðu skelfilega atburði vegna skipulagsleysis

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa tekið eigið líf eftir að hafa endurupplifað skelfilega atburði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í París í maí.

Afar illa var staðið að skipulagningu leiksins. Troðningur myndaðist fyrir utan völlinn á meðal áhorfenda.

Franska lögreglan hefur þá verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín, en hún beitti táragasi á marga saklausa stuðningsmenn. Leiknum var frestað um hálftíma vegna atburðanna.

Peter Scarfe, hjá samtökum til stuðnings fólks sem lifði af Hillsborough-slysið hræðilega árið 1989, hefur stigið fram og sagt að tveir sem voru staddir í París umrætt kvöld í maí hafi tekið eigið líf.

Alls létust 97 stuðningsmenn í slysinu á undanúrslitaleik FA-bikarins 1989 sökum troðnings.

Stuðningsmennirnir tveir réðu ekki við endurupplifanir frá Hillsborough sem þeir gengu í gegnum eftir kvöldið í París.

Scarfe segir að alls hafi þrír í samtökunum tekið eigið líf á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið