fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex eftir jafnteflið gegn Albaníu: ,,Líður eins og við höfum unnið leikinn“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:03

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld 1-1 jafntefli á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA með hetjulegri baráttu eftir að hafa spilað nánast allan leikinn einum færri

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins sagði í viðtali eftir leikinn að honum liði eins og Ísland hefði unnið leikinn.

,,Þetta er í raun ótrúlegt, að við skildum hafa náð þessu eftir að hafa verið svona lengi einum færri. Þetta sýnir bara karakterinn í liðinu og hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvorn annan,“ sagði Rúnar í viðtali við Viaplay.

Albanir skoruðu virkilega gott mark í fyrri háfleik sem erfitt er að klína á Rúnar Alex.

,,Þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum hefði ég varið þetta. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera einum fleiri og þeir nýttu þetta færi vel.“

Rúnar Alex átti flottan leik í markinu og varði einkar vel í stöðunni 1-0 í fyrri hluta síðari hálfleiks.

,,Til þess er ég hérna. Að hjálpa liðinu eins mikið og ég get og það var ánægjulegt að ná að halda þessu í stöðunni 1-0 á þessum tímapunkti því annars hefði brekkan verið ansi brött.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu