fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Maguire skýtur á ensku blöðin: Vilja smellina og fyrirsagnirnar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. september 2022 16:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er lítið að pæla í því hvað ensku blöðin eru að skrifa um hann í hverri viku.

Enskir miðlar fjalla reglulega um Maguire en hann hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna mánuði fyrir slaka frammistöðu.

Einhverjir fara svo langt og kalla eftir því að Maguire verði ekki valinn í lokahóp Englands á HM í Katar.

Maguire er kominn á bekkinn á Old Trafford og þarf því að leggja hart að sér ef hann ætlar að tryggja sæti sitt á HM með öflugu liði Englands.

,,Ég er ekki að einbeita mér að því hvað aðrir segja, ég tel að ef fólk getur búið til sögur um mig, ég er fyrirliði Manchester United, þá er það fyrirsögn,“ sagði Maguire.

,,Það er ástæðan fyrir þessu, þeir vilja fá smellina og þess háttar. Ég fór á EM eftir átta vikna meiðsli og var valinn í lið mótsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Í gær

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Í gær

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“