fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Conte orðaður við endurkomu – Mun taka þennan með sér

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. september 2022 20:00

Tuchel og Conte

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte er þessa dagana orðaður við endurkomu til Ítalíu en hann er stjóri Tottenham á Englandi.

Conte náði frábærum árangri með Juventus á sínum tíma áður en hann tók við ítalska landsliðinu, Chelsea, Inter Milan og svo Tottenham.

Massimiliano Allegri er stjóri Juventus í dag og er talinn mjög valtur í sessi eftir afar slæma byrjun á tímabilinu.

Ítalski miðillinn CMW segir að Conte sé að skoða sína stöðu og að hann myndi vilja taka leikmann Tottenham með sér.

Conte myndi vilja fá Heung-Min Son til Juventus ef hann á að snúa aftur en Son var frábær á síðustu leiktíð undir stjórn Ítalans.

Son yrði efstur á óskalista Conte ef hann fer aftur til Túrin en ljóst er að sóknarmaðurinn myndi kosta dágóða upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Í gær

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París