fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
433Sport

Bruno Fernandes var reiður yfir að fá ekki að fara í annað félag í ensku úrvalsdeildinni

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes hefur opinberað það að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við annað félag í ensku úrvalsdeildinni áður en hann fór til Manchester United á sínum tíma.

Hinn 28 ára gamli Fernandes gekk í raðir United í janúar árið 2020 fyrir 47 milljónum punda og hefur staðið sig vel síðan.

Árið 2020 vildi hann hins vegar ólmur ganga í raðir Tottenham.

Sporting, félagið sem Fernandes var hjá á þessum tíma, vildi hins vegar ekki samþykkja tilboð Tottenham þá.

„Mig langaði auðvitað að fara í ensku úrvalsdeildina. Mauricio Pochettino, sem var stjóri þá, langaði að fá mig. Þetta var gott tilboð en Sporting gerði allt til að halda mér,“ segir Fernandes í samtali við The Athletic.

Portúgalinn viðurkennir að hann hafi verið reiður út í Sporting á þessum tíma.

„Forseti Sporting talaði við mig en hann gerði það á vitlausum degi. Þetta var degi eftir að þeir höfnuðu tilboði Tottenham og ég var mjög reiður.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“