fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Arnar harðorður í garð Alberts sem var ekki valinn – „Mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. september 2022 13:27

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson var ekki valinn í landsliðshóp íslenska karlalandsliðsins fyrir leiki gegn Venesúela og Albaníu síðar í þessum mánuði.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í ákvörðunina á blaðamannafundi í dag.

„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga. Fyrir mér á að vera mikill heiður að vera í landsliðinu og það kallar á 100 prósent hugarfar. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ segir Arnar.

„Við vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir eigin frammistöðu. Ég held að það sé eina leiðin til að ná árangri.“

Arnar útilokar þó ekki að velja Albert aftur.

„Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga. Ef Albert er til í að vera hluti af þessari liðsheild og vinna eftir viðmiðum sem ég set þá gæti ég að sjálfsögðu valið hann.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað