fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ljósmyndarar fundu Greenwood sem reynir að vera í felum – Sagður mjög langt niðri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. ágúst 2022 08:50

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood framherji Manchester United sást í fyrsta sinn í marga mánuði í gær þegar ljósmyndarar í Bretlandi fundu hann.

Greenwood hefur ekki spilað eða æft síðan í janúar en hann var handtekinn þá. Greenwood er laus gegn tryggingu á meðan lögregla rannsakar mál hans. Framherjinn fær þó ekki að mæta á æfingar hjá Manchester sem hefur sett hann í bann. Er Greenwood grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.

Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér

Greenwood sást í úthverfi Manchester, rétt hjá heimili sínu þar sem hann var með fjölskylduhund.



„Mason hefur reynt að vera í felum, hann hefur verið langt niðri frá því að málið kom upp,“
segir í enskum blöðum.

„Foreldrar hans standa með honum, þau bíða eftir ákvörðun lögreglu.“

Greenwood er laus gegn tryggingu og er óvíst hvort eða hvaða niðurstaða kemur í málið. Hann var einn efnilegasti leikmaður í enskum fótbolta áður en málið kom upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag