fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Kári botnar ekkert í þessu hér heima – „Þetta er með ólíkindum“

433
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings, er gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá.

Kári, sem lagði skóna á hilluna síðasta haust, eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitilinn með Víkingi á síðustu leiktíð, fer yfir ýmislegt í viðtalinu, þar á meðal hver einfaldasta leiðin til að koma sér framhjá vörnum í íslenskum fótbolta er.

„Besta leiðin til að sleppa í gegn í íslenskum fótbolta, í meistaraflokki, er í gegnum þríhyrningsspil því það virðist enginn kunna að verjast því, þetta er með ólíkindum,“ segir Kári.

„Þetta er bara eitthvað sem menn temja sér og er bara náttúrulegt hjá þeim, að elta boltann með augunum. Það er nóg, þá ertu bara farinn.“

Kári væri til í að sjá tekið fyrir þetta þegar leikmenn eru yngri. „Þegar Breiðablik spilar á móti slakari liðunum í deildinni þá komast þeir í gegn svona. Þetta er mjög einfalt. Ég myndi halda að þetta ætti að hætta eftir fjórða flokk, en það er svo sannarlega ekki þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Í gær

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Í gær

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir