fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Ekkert til í Vals-orðrómum – „Það eru ýmsar sögusagnir í gangi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 15:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavík, skrifaði undir nýjan samning til ársins 2025 í dag.

Fyrri samningur Arnars átti að renna út eftir næstu leiktíð. Það var einhver áhugi í Arnar að utan en honum liggur ekki á að komast þangað.

„Það er bara hluti af þessum leik okkar. Um leið og það gengur vel er alltaf verið að tala um að eitthvað muni gerast og tilboð berast,“ segir Arnar.

„Auðvitað hef ég metnað til að fara út, mér liggur bara ekkert á. Þetta er klúbbur sem býður mér upp á það að berjast um titla, fær unga leikmenn, erum í Evrópu og að standa okkur hrikalega vel núna. Svo það eru ekkert mörg lið sem geta boðið upp á það.“

Einhverjar sögusagnir voru uppi um að Valur hefði áhuga á að sækja Arnar yfir til sín. Það er hins vegar ekkert til í því, að sögn Arnars.

„Það gerðist aldrei. Það eru ýmsar sögusagnir í gangi en það var ekkert íslenskt félagslið sem hafði samband.“

„Þeir eru í toppmálum með vin minn Óla Jó við,“ bætir hann við.

Ítarlegt viðtal við Arnar má nálgast hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
Hide picture