fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Arnar skrifar undir nýjan samning við Víking sem er óuppsegjanlegur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 12:02

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking Reykjavík. Gildir samningurinn til ársins 2025. Þetta var staðfest á fréttamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu.

Arnar segir í viðtali við 433.is að samningur hans við Víking sé óuppsegjanlegur.

Arnar kom tók fyrst við Víkingi haustið 2018. Hann hefur náð frábærum árangri með liðið.

Á tíma sínum í Fossvogi hefur Arnar tvisvar sinnum orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari, á síðustu leiktíð. Nánar má lesa um tíð hans hjá félaginu hér.

Fyrri samningur Arnars átti að renna út eftir næstu leiktíð. Nýr samningur heldur Arnari þó í Víkinni tveimur árum lengur, hið minnsta.

Sem stendur er Víkingur í þriðja sæti Bestu deildar karla. Liðið er með 35 stig, tíu stigum á eftir Breiðabliki en á leik til góða. Deildinni verður skipt upp í tvo hluta, efri og neðri, að 22 umferðum leiknum.

Þá eru Víkingar komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins, þar sem liðið mætir Breiðabliki annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað