fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Fimm leikja bann Arnars stað­fest: Skýr heimild að fjalla um af­leidd mál knatt­spyrnu­leikja – ,,Særandi og ógnandi hegðun“ Arnars

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 16:54

Sveinn Arnarsson, knattspyrnudómari og Arnar Grétarsson, þjálfari KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Knattspyrnudeildar KA gegn Aga- og úrskurðarnefnd í kjölfar þess að nefndin ákvað að dæma Arnar Grétarsson, þjálfara karlaliðs KA í fimm leikja bann eftir leik KA og KR í bestu deild karla.  Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefnd um leikbann Arnars Grétarssonar í samanlagt 5 leiki í Íslandsmóti KSÍ og sekt knattspyrnudeildar KA að upphæð kr. 100.000,-.

KA vildi að leikbann Arnars Grétarssonar yrði stytt verulega og að hann sæti ekki lengra leikbanni en tveggja leikja. Þá var þess krafist af hálfu KA að sekt sem ákvörðuð var að félagið fengi yrði felld úr gildi eða lækkuð verulega. Áfrýjun KA gekk ekki eftir og bannið sem og sektin stendur.

Arnar fær leikbannið fyrir orð sem hann lét falla í garð Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leiknum. Hann hafði fengið rautt spjald í leiknum og því sjálfkrafa tveggja leikja bann. Aga- og úrskurðanefndin bætti svo þremur leikjum við fyrir eðli brotsins. Þá er einnig tekið tillit til atviks sem átti sér stað degi eftir leik þarsem vitað er að Arnar og Sveinn hittust í KA heimilinu þar sem Arnar vísaði honum á dyr.

Dóm áfrýjunardómstóls KSÍ má sjá hér.

Viðbótarskýrslan opinberuð

Kvöldi 3. ágúst barst viðbótarskýrsla frá Sveini um atvikið sem átti sér stað degi eftir leik. Hann hafi verið staddur í anddyri félagsheimilis KA að aðstoða son sinn sem var að mæta á knattspyrnuæfingu hjá félaginu í hádeginu þann 3. ágúst. Þá segir í skýrslunni frá Sveini:

,,Ég náði mér því næst í kaffibolla. Þjálfari karlaliðs meistaraflokks, Arnar Grétarsson, verður þess var og spyr hvað ég sé eiginlega að gera þarna og hvernig ég vogi mér að mæta á þennan stað, tjáði mér með offorsi að hann vildi mig í burtu af svæðinu. Síðan upphélt hann sama móðgandi og særandi orðbragðið í minn garð vegna leiksins deginum áður og stoð sá flaumur í um eina mínútu. Orðaval af þessu tagi fannst mér særandi og hegðun ógnandi þar sem hann gekk mjög nálægt mér. Ég tjáði þjálfaranum að þetta væri komið gott og ætlaði mér að halda leið minni áfram. Þegar ég gekk í burtu gat ég ekki greint það orðaval sem hann hafði uppi í minn garð á meðan ég hélt áleiðis til að halda afram að aðstoða barn mitt, en heyrði að hann hélt áfram að tala til mín þar til hann hvarf sjónum.“

Í bréfi sem Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA sendi til KSÍ  sagði að það eina sem sambandið og dómarateymið fengi frá KA væri afsökunarbeiðni.

,,Ég er búinn að ræða við Svein í tvígang og biðjast afsökunar fyrir hönd félagsins. Þessi framkoma er ekki eitthvað sem við viljum vera þekkt fyrir og biðjum auðmjúkir afsökunar fyrir hönd félagsins. Ég er búinn að ræða þetta við þjálfarann og hans teymi og reyni að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur. Menn mega hafa keppnisskap en þetta var skot langt yfir markið og erum við meðvituð um það og tökum á þessu máli innan hús hjá okkur.“

Alvarleg og vítaverð framkoma

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar 9. ágúst sl. var það álit aga- og úrskurðarnefndar, að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna, að framkoma þjálfara mfl. karla hjá KA sem lýst er í atvikaskýrslum dómara og varadómara hafi verið alvarleg og vítaverð gagnvart dómara og varadómara leiksins.

Í greinargerð KA með áfrýjuninni segir að hegðun Arnars hafi ekki verið til fyrirmyndar. ,, Fyrir þá hegðun fékk hann enda rautt spjald, og þar með tveggja leikja bann vegna ítrekunaráhrifa. Við það gerir félagið ekki athugasemdir, enda hefur bæði félagið og þjálfarinn beðist afsökunar á háttseminni. Félagið telur hins vegar framkomuna meðan á leik stóð ekki geta talist „ofsafengna“ eða „grófa“ í skilningi greinar 12.1.4. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Sér í lagi sé samræmist gætt gagnvart háttsemi annarra þjálfara. Bendir félagið sérstaklega á þessu til stuðnings að fram kemur í skýrslu dómara að „Ekki urðu frekari orðaskipti þegar til búningsherbergja var komið eða þegar dómarar voru að yfirgefa leikstaðinn.”

Eiga orðaskipti á öldurhúsi undir aga- og úrskurðanefnd?

Félagið beinir síðan sjónum sínum að viðbótarskýrslunni sem Sveinn skilaði inn og efast um að dómari hafi heimild til að skila sérstakri viðbótarskýrslu um atvik sem eigi sér stað í daglegu lífi, utan þess leiks sem hann gegndi stöðu dómara í.

,,Kemur beinlínis fram í skýrslunni að atvikin hafi átt sér stað er umræddur einstaklingur var í hlutverki foreldris barns á íþróttaæfingu. Heimild 21. gr. reglugerðar KSÍ um að vísa ósæmilegri framkomu til aga- og úrskurðarnefndar er þannig takmörkuð við framkvæmdastjóra KSÍ. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur enga slíka kröfu gert hér. Í öðru lagi er á því byggt að atvik sem eigi sér stað utan skipulagðra kappleikja á vegum KSÍ, eigi ekki undir lögsögu aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Setja verður verulegt fordæmisgildi við slíka niðurstöðu enda vandséð hvar hún ætti að enda. Eiga orðaskipti þjálfara og dómara á öldurhúsi helgina eftir kappleik undir aga- og úrskurðarnefnd?“

Þá spyrja KA-menn hvar sönnunargögnin fyrir þessu atviki eftir leik séu?

„Þannig kveður fjórði dómari að þjálfarinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun og viðhaft ósæmilegt orðbragð. Þjálfarinn lýsir atvikum aftur á móti á þann veg að fjórði dómari hafi birst inn í starfsaðstöðu starfsmanna KA. Þjálfarinn hafi einfaldlega rekið hann á dyr þaðan. Þetta hafi hann vissulega e.t.v. gert hranalega. Hér birtist vandinn við það að ætla aga- og úrskurðarnefnd agavald yfir samskiptum tveggja fullorðinna einstaklinga utan skipulagðra kappleikja.“

Dómurinn telur sig hafa heimild

Áfrýjunardómstóll KSÍ greinir hins vegar frá því í dómi sínum að hann telji að aga- og úrskurðanefnd KSÍ hafi heimild til að úrskurða um önnur mál sem nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi, enda fjalli ekki aðrir um þau. Þykir áfrýjunardómstólnum því skýr heimild liggja fyrir aga- og úrskurðarnefnd að úrskurða um önnur mál, svo fremi sem þau séu vegna knattspyrnuleikja enda fjalli ekki aðrir um þau.

Varðandi viðbótarskýrslu Sveins gaf áfrýjunardómstóllinn 3 stoðir undir lögmæti aga- og úrskurðarnefndar til að taka viðbótarskýrsluna til greina.

  • Í fyrsta lagi er horft til þess að áfrýjandi (KA) kom ekki á framfæri athugasemdum við þau atriði sem lýst er í nefndri skýrslu varadómara fyrir fund aga- og úrskurðarnefndar þann 9. ágúst sl. KA hafi látið það duga að senda inn afsökunarbeiðni til dómarateymisins og KSÍ þar sem því var komið á framfæri að búið væri að ræða við varadómara í leik KA og KR í tvígang og biðjast afsökunar fyrir hönd félagsins.
  • Í öðru lagi sé horft til að í greinargerð áfrýjanda til áfrýjunardómstólsins er það staðfest frá hendi áfrýjanda að þjálfari KA hafi rekið varadómara frá starfsaðstöðu starfsmanna félagsins, og það hafi hann vissulega e.t.v gert hranalega.
  • Í þriðja lagi horfi dómurinn til 35. greinar agareglna FIFA rétt eins og í dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2021. Í 35. grein er fjallað um sönnunargögn, mat á sönnunargögnum og sönnunarkröfur í agamálum. Af 3. mgr. sömu greinar verður ráðið að þær sönnunarkröfur sem þurfi að uppfylla í agamálum svo brot teljist nægjanlega sannað er að fullnægjandi líkur [comfortable satisfaction] séu á sekt að mati úrskurðarvalds.

Það er því mat áfrýjunardómstólsins að aga- og úrskurðarnefnd beri, ásamt áfrýjunardómstólnum í tilvikum sem þessum að leggja mat á hvort fullnægjandi líkur séu á að þjálfari KA hafi gerst brotlegur. Dómurinn telur, með hliðsjón af framangreindu og með hliðsjón af lýsingu á atvikum í viðbótarskýrslu dómara, að fullnægjandi líkur séu á að þjálfari KA hafi þann 3. ágúst sl. sýnt af sér framkomu sem falli undir það að vera orðbragð og/eða verknaður sem hafi verið særandi, móðgandi eða svívirðilegt gagnvart varadómara leiks KA og KR sem fram fór þann 2. ágúst sl.

Þá metur dómurinn svo að því orðbragði og þeim verknaði sem beint hafi verið að varadómara þann 3. ágúst hafi verið vegna knattspyrnuleiks KA og KR sem fram fór deginum áður eða þann 2. ágúst sl. Því hafi aga- og úrskurðarnefnd verið heimilt að hafa afskipti á málinu enda ljóst að aðrir fjalli ekki um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gert að greiða Rooney 245 milljónir í málskostnað

Gert að greiða Rooney 245 milljónir í málskostnað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Argentínu – Messi sagður skrifa undir hjá Barcelona á næsta ári

Óvænt tíðindi frá Argentínu – Messi sagður skrifa undir hjá Barcelona á næsta ári
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjörvar blandar sér í umræðuna – „Við erum alltaf að kvarta yfir því“

Hjörvar blandar sér í umræðuna – „Við erum alltaf að kvarta yfir því“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í stríð á milli Liverpool og Chelsea um undrabarn frá Kólumbíu

Stefnir í stríð á milli Liverpool og Chelsea um undrabarn frá Kólumbíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo vill fara í janúar og skoðun Ten Hag er sögð hafa breyst

Ronaldo vill fara í janúar og skoðun Ten Hag er sögð hafa breyst
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi gekk á fund Arnars sem reyndi að tala hann til – „Maður var ungur og vitlaus“

Logi gekk á fund Arnars sem reyndi að tala hann til – „Maður var ungur og vitlaus“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Öruggt hjá Blikum gegn Stjörnunni

Besta deildin: Öruggt hjá Blikum gegn Stjörnunni
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Loksins vinnur Leicester leik

Enska úrvalsdeildin: Loksins vinnur Leicester leik