fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sérfræðingur í fótboltafjármálum segir Barcelona spila hættulegan leik – „Veðsetur framtíðina til að ná árangri í nútíðinni“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 13:00

Jóhann Már Helgason / Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármál Barcelona hafa verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Félagið er í gríðarlegum fjárhagsvandræðum. Þó hefur því tekist að versla inn stjörnur á borð við Robert Lewandowski, Jules Kound og Raphinha, ásamt fleirum, í sumar.

Börsungar hafa tekið upp á því að selja stóran hluta framtíðartekna sinna til að bjarga félaginu í núverandi mynd. Til að mynda hefur félagið selt 25% af framtíðarsjónvarpstekjum sínum næsta aldarfjórðunginn.

Í Viðskiptablaðinu fer Jóhann Már Helgason, sérfræðingur um fjármál í fótbolta, yfir stöðuna hjá Barcelona. Hann telur að eitthvað verði að breytast í stefnu félagsins.

„Ég held að í framtíðinni muni einhver stíga inn í og stoppa félagið á þeirri vegferð sem það er á, hvort sem það verði UEFA eða FIFA. Það er farið að kroppa svo mikið í framtíðartekjur félagsins og í þeim stofni sem Barcelona á að vera byggt upp á til framtíðar. Þetta er orðinn hættulegur leikur.“

Barcelona er nú í eigu 140 þúsund hluthafa. Jóhann Már telur að það geti breyst. „Félagið á sig núna sjálft og það er ekki einhver einn eigandi. Ég held að það gæti breyst og að félagið endi í einkaeigu hjá einhverjum aðila sem getur tekið skuldirnar yfir.“

Jóhann Már telur að Barcelona hefði átt að selja sína verðmætustu leikmenn frekar en framtíðartekjur. Þannig hefði liðið orðið slakara í nokkur ár en jafnað sig svo. „Laporta getur ekki hugsað sér veikt Barcelona. Félagið fer þá í ýmis klækjabrögð og veðsetur framtíðina til að ná árangri í nútíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“