fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ástæðan fyrir því að Ten Hag skiptir um skoðun varðandi Ronaldo

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 08:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið orðaður burt frá Manchester United í allt sumar.

Portúgalinn vill spila í Meistaradeild Evrópu, eitthvað sem United getur ekki boðið honum eftir vonbrigði á síðustu leiktíð.

Ronaldo hefur verið orðaður við fjölda stórliða um allan heim en ekkert þeirra virðist til í að taka sénsinn á honum.

Fyrr í sumar sagði Erik ten Hag, nýr stjóri United, að Ronaldo væri í áætlunum sínum fyrir komandi leiktíð. Nú telur Martyn Ziegler, blaðamaður The Times, að Hollendingurinn hafi skipt um skoðun.

„Ronaldo hefur sagt það nokkuð skýrt að hann vilji fara. Ten Hag sagði upphaflega að hann vildi hafa hann áfram. Ég skil það, hann skoraði 18 mörk á síðustu leiktíð og var með markahæstu mönnum úrvalsdeildarinnar. Það er enginn annar þarna sem skorar svona,“ segir Ziegler.

„En ef þetta er að skemma fyrir félaginu þá er kannski betra að hann fari. Ten Hag tekur ef til vill ákvörðun á þann veg fljótlega.“

„Það eru fréttir um að styrktaraðilar félagsins hafi hjálpað til við að festa kaup á honum í fyrra. Eigendur og stjórnarmenn munu gera það sem er best fyrir félagið. Ef þeir telja að það sé best að hann fari, munu þeir losa sig við hann.“

United hefur byrjað tímabilið afleitlega. Liðið tapaði 1-2 gegn Brighton í fyrstu umferð og um helgina tapaði það 4-0 gegn Brentford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“