fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
433Sport

Nýliðar Forest ráðast á leikmenn Bayern og Liverpool

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest er í óða önn að styrkja sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Liðið komst upp úr Championship-deildinni í vor og er því nýliði í deildinni.

Forest hefur þegar fengið Dean Henderson til liðs við sig á láni frá Manchester United. Henderson var varamarkvörður á Old Trafford og var í leit að auknum spiltíma. Hann fór á kostum á láni hjá Sheffield United tímabilið 2019-2020. Þá var liðið einmitt nýliði í úrvalsdeildinni.

Nú segir The Athletic að Forest vilji bæta við sig þeim Neco Williams frá Liverpool og Omar Richards frá Bayern. Vill félagið kaupa leikmennina.

Omar Richards. Mynd/Getty

Williams er velskur en hann lék á mála hjá Fulham seinni hluta síðustu leiktíðar.

Richards er enskur vinstri bakvörður. Hann kom til Bayern frá Reading í fyrra. Hann er þó varaskeifa þar.

Báðir myndu leikmennirnir fá meiri spiltíma hjá Forest en þeir fá hjá félögum sínum nú.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mendy gekk inn á konu í sturtu og átti við sig – Hún grátbað hann um að fara en hann hlýddi ekki

Mendy gekk inn á konu í sturtu og átti við sig – Hún grátbað hann um að fara en hann hlýddi ekki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrafnkell segir atvikið ótrúlega á Selfossi „gjörsamlega galið“ – Kom aldrei til greina að KSÍ myndi aflétta banninu

Hrafnkell segir atvikið ótrúlega á Selfossi „gjörsamlega galið“ – Kom aldrei til greina að KSÍ myndi aflétta banninu
433Sport
Í gær

Bjóst aldrei við að hann þyrfti að reka goðsögn – ,,Þeir voru á endastöð bæði andlega og líkamlega“

Bjóst aldrei við að hann þyrfti að reka goðsögn – ,,Þeir voru á endastöð bæði andlega og líkamlega“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Damir í skammarkróknum á Kópavogsvelli

Sjáðu myndina: Damir í skammarkróknum á Kópavogsvelli
433Sport
Í gær

Rúnar Alex búinn að skrifa undir í Tyrklandi

Rúnar Alex búinn að skrifa undir í Tyrklandi
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Nunez missti hausinn og fékk beint rautt – Skallaði mótherja

Sjáðu atvikið: Nunez missti hausinn og fékk beint rautt – Skallaði mótherja