fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
433Sport

Tvær stórstjörnur fengu sér sama húðflúr – Svona túlka þeir drauminn

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júlí 2022 16:30

Neymar er með mörg húðflúr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjörnurnar Neymar og Gabriel Jesus eru með nánast sama húðflúr á kálfanum en þeir eru báðir frá Brasilíu og var æskan erfið.

Það var alltaf draumur Neymar og Jesus að verða knattspyrnumenn og er óhætt að segja að sá draumur hafi ræst.

Neymar spilar í dag með liði Paris Saint-Germain í Frakklandi og er einn launahæsti leikmaður heims á meðan Jesus er að skrifa undir hjá Arsenal en er samningsbundinn Manchester City.

Leikmennirnir tveir eru með nánast sama húðflúr á fótleggnum en þar má sjá smástrák með derhúfu og með fótbolta í hönd.

Líklegt er að myndin sé teiknuð út frá Mogi das Cruzes en þar ólst Neymar upp og spilaði knattspyrnu alla daga sem og kvöld.

Jesus og Neymar eru góðir vinir í dag og eru saman í brasilíska landsliðinu og hafa verið í dágóðan tíma. Þeir fengu sér húðflúrið fyrir Ólympíuleikana árið 2016.

Það er talað um að þetta húðflúr standi fyrir ‘drauminn’ sem margir ungir knattspyrnumenn geta tengt við.

Bæði Jesus og Neymar koma frá Sao Paulo í Brasilíu og upplifðu mjög svipaða æsku.

Mynd af húðflúrunum báðum má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnór skoraði í sigri Norrköping – Kristall fékk fyrstu mínúturnar

Arnór skoraði í sigri Norrköping – Kristall fékk fyrstu mínúturnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp vill ekki leikmann – ,,Staðan er ekki góð en við munum ekki örvænta“

Klopp vill ekki leikmann – ,,Staðan er ekki góð en við munum ekki örvænta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir Fulham og Liverpool – Einn stóð upp úr

Einkunnir Fulham og Liverpool – Einn stóð upp úr
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Buðu Lingard samning í sumar og voru steinhissa yfir hans ákvörðun

Buðu Lingard samning í sumar og voru steinhissa yfir hans ákvörðun
433Sport
Í gær

Yfirgefur Chelsea eftir tvo leiki á sex árum

Yfirgefur Chelsea eftir tvo leiki á sex árum
433Sport
Í gær

Lewandowski gerði Bayern mikinn greiða – Hefðu aldrei fengið það sama

Lewandowski gerði Bayern mikinn greiða – Hefðu aldrei fengið það sama