fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Hjóla í FH-inga sem þurfa að endurskoða allt – „Taka endalaust yfirdrátt á kortið sitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 09:59

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH er í níunda sæti Bestu deildar karla, tveimur stigum frá fallsæti, þegar þrettán umferðum er lokið. Liðið tapaði 0-3 gegn Víkingi Reykjavík á heimavelli um helgina.

Fimleikafélagið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi. Þar sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson til að mynda að FH þurfi að endurskoða flest allt.

„FH þarf að endurstilla sig gjörsamlega. Þeir hafa allt of lengi verið að reyna að vera á toppnum með enga innistæðu. Þeir taka endalaust yfirdrátt á kortið sitt, reyna að halda í vini sína sem eiga nóg af peningum en það bara gengur ekki. Þið verðið að fara að safna pening og byggja ykkur upp á nýtt,“ segir Hrafnkell.

FH lét Ólaf Jóhannesson fara fyrr í sumar og réði Eið Smára Guðjohnsen. Það er hins vegar ekki nóg að sögn Alberts Brynjars Ingasonar.

„Það kemur mér ekkert á óvart að úrslitin hafi ekki fylgt eftir því að hafa breytt um þjálfara. Það sáu það allir sem hafa horft á FH í suma að vandinn var ekkert þjálfarinn. Vandamálið er hvernig þessi hópur er settur saman, einhverjir 7-8 miðjumenn í byrjunarliðinu í hverjum leik,“ segir Albert.

„Þetta er bara hræðilegt,“ bætti Hrafnkell við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn