fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Albert frændi Alberts ræddi stöðu hans í landsliðinu – Skaut fast á árangur Arnars

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir ágæta frammistöðu landsliðsins gegn Albaníu í gær í Þjóðadeildinni er mest rætt um Albert Guðmundsson og þá staðreynd að hann var ónotaður varamaður.

Albert var eining á bekknum í fyrstu umferð gegn Ísrael en kom þá við sögu undir lok leiks. Fyrir verkefnið var búist við að Albert yrði í lykilhlutverki

Rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. „Þetta er frændi þinn og það vita það allir, af hverju er ekki hægt að nota Albert?,“ sagði Hjörvar Hafliðason og ræddi þar við sparkspekinginn, Albert Brynjar Ingason sem er náskyldur nafna sínum.

„Tökum það aðeins í burtu að hann sé frændi minn, við töluðum um það fyrir nokkrum að þetta væri hæfileikaríkasti leikmaðurinn sem við höfum og er stærsta nafnið. 110 leikir í hollensku úrvalsdeildinni, vinna titil þar og spila svo í Seriu A,“ sagði Albert Brynjar í Dr. Football.

„Ég get ekki bara ekki skilið að hann sé ekki að spila, það eru fimm gæjar sem koma inn á undan honum í þessum leik. Hann hentaði ekki í þetta verkefnið á móti Ísrael, sem við ætluðum að liggja til baka og þurftum vera target senter. Af hverju hentaði hann í 2-1 yfir?,“ sagði Albert.

Albert Brynjar til vinstri.

Mikael Egill Ellertsson kantmaður SPAL kom við sögu í leiknum en ekki Albert. „Við vorum með yfirhöndina núna, við settum Mikael á kantinn en af hverju setti hann ekki Albert inn?.“

„Það er alltaf talað um að hann sé lúxus leikmaður, sáu menn leik með Genoa? Það var bara harka þar, öll þessi jafntefli voru bara hlaup.“

Hjörvar Hafliðason spurði þá Albert út í það vort ekkert væri Alberti að kenna. „Er ekkert honum sjálfum að kenna?,“ sagði Hjörvar.

Albert var fljótur til svars. „Ég hefði viljað sjá meira end product, fleiri mörk. Hann á alltaf að vera í þessu liði, Albert er með 30 leiki og 9 mörk. Það er ótrúlegt að hann hafi ekki fundið pláss fyrir hann, Arnar veit best. Þetta er gæi sem þjálfari er með 19 leiki og 3 sigra. Tvo sigra gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum,“ sagði Albert og skaut þar fösttum skotum á árangurs Íslands undir stjórn Arnars.

Albert hefur ekkert náð á frænda sinn eftir leik. „Ég veit að það sýður á mínum manni, hann hefur ekki viljað tala við mig. Ég kaupi það bara ekki, það hlýtur eitthvað að hafa komið upp á,“ sagði Albert Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu