fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

,,Nú hef ég áhyggjur þegar þeir tala ekki um nýjan markvörð“

Victor Pálsson
Föstudaginn 24. júní 2022 22:00

Leikmenn Juve fagna Wojciech Szczesny sem varði víti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, horfir til Spánar eftir að samningi hans við ítalska félagið lýkur.

Szczesny gekk í raðir Juventus árið 2017 en hann var til að byrja með varaskeifa fyrir Gianlugi Buffon sem er enn að hjá Parma á fimmtugsaldri.

Á þessum fimm árum hafa gríðarlega margir markmenn verið orðaðir við stöðu Szczesny en hann hefur haldið sínu sæti þrátt fyrir ákveðið mótlæti.

Pólverjinn veit að hann mun ekki spila eins lengi og Buffon og vill reyna fyrir sér á Spáni áður en ferillinn tekur enda.

,,Ég er Wojciech Szczesny, ekki Gianluigi Buffon, ég mun ekki spila eins lengi og hann,“ sagði markmaðurinn við pólska miðla.

,,Planið mitt er að klára samninginn hjá Juventus og svo kannski spila í tvö ár til viðbótar á Spáni.“

,,Ég er með samning til þriggja ára og ef þeir vilja mig hér áfram vil ég virða þann samning. Það eru svo margir markmenn sem hafa verið orðaðir við mína stöðu en ég hef vanist því.“

,,Nú hef ég áhyggjur þegar þeir eru ekki að tala um nýjan markvörð Juventus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum