fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Breiðablik vann stórsigur – Stjarnan vann í Laugardalnum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 1. júní 2022 21:20

Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann stórsigur gegn Aftureldingu í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Malbikastöðinni að Varmá.

Taylor Marie Ziemer kom Blikum á bragðið á 8. mínútu og Birta Georgsdóttir bætti við marki á 23. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Hildur Karítas Gunnarsdóttir minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 55. mínútu en Natashi Anasi kom Blikum aftur í tveggja marka forystu tveimur mínútum síðar.

Anna Petryk, Alexandra Jóhannsdóttir og Clara Sigurðardóttir bættu við mörkum fyrir Blika á síðustu 18 mínútunum og lokatölur 6-1 sigur Breiðabliks sem fer upp í 4. sætið með sigrinum. Bikarmeistararnir eru með 12 stig eftir 7 leiki. Afturelding er í næstsíðasta sæti með 3 stig.

Þá vann Stjarnan sterkan 1-0 útsigur gegn Þrótturum í Laugardalnum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Stjarnan færir sig upp að hlið Þróttara í 3 sæti en bæði lið eru með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals en Valsarar eiga leik til góða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi