fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Breiðablik vann stórsigur – Stjarnan vann í Laugardalnum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 1. júní 2022 21:20

Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann stórsigur gegn Aftureldingu í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Malbikastöðinni að Varmá.

Taylor Marie Ziemer kom Blikum á bragðið á 8. mínútu og Birta Georgsdóttir bætti við marki á 23. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Hildur Karítas Gunnarsdóttir minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 55. mínútu en Natashi Anasi kom Blikum aftur í tveggja marka forystu tveimur mínútum síðar.

Anna Petryk, Alexandra Jóhannsdóttir og Clara Sigurðardóttir bættu við mörkum fyrir Blika á síðustu 18 mínútunum og lokatölur 6-1 sigur Breiðabliks sem fer upp í 4. sætið með sigrinum. Bikarmeistararnir eru með 12 stig eftir 7 leiki. Afturelding er í næstsíðasta sæti með 3 stig.

Þá vann Stjarnan sterkan 1-0 útsigur gegn Þrótturum í Laugardalnum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Stjarnan færir sig upp að hlið Þróttara í 3 sæti en bæði lið eru með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals en Valsarar eiga leik til góða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð