fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Besta deildin: Ísak Snær aftur á skotskónum og Blikar með fullt hús stiga – KR sigraði FH í Kaplakrika

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 29. maí 2022 21:17

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla í fótbolta rétt í þessu.

Leiknir R. fékk topplið Blika i heimsókn. Hinn sjóðheiti Ísak Snær Þorvaldsson kom gestunum í forystu á 28. mínútu eftir fínt spil og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ísak Snær skoraði svo sitt níunda mark í í átta leikju á 49. mínútu þegar hann kom Blikum í 2-0 en Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir Leikni sex mínútum síðar. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að knýja fram jöfnunarmark en Blikar héldu út og eru nú með fullt hús stiga eftir átta umferðir. Leiknir þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum á leiktíðinni en liðið situr á botninum með þrjú stig.

Leiknir R. 1 – 2 Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson (’28)
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’49)
1-2 Róbert Hauksson (’55)

KR sótti FH heim í Kaplakrika. Kjartan Henry Finnbogason kom KR-ingum á bragðið á 7. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Theodóri Elmari Bjarnasyni. Kjartan tvöfaldaði svo forskot gestann með öðru marki sínu í leiknum á 33. mínútu.

Kristinn Freyr Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir FH þremur mínútum síðar og staðan 2-1 í hálfleik gestunum í vil. Finnur Orri Margeirsson, leikmaður FH, setti boltann í eigið net á 55. mínútu og gaf KR-ingum tveggja marka forystu á nýjan leik.

Hinn 17 ára gamli Logi Hrafn Róbertsson kom inn af bekknum og minnkaði aftur muninn fyrir FH þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en lengra komust heimamenn ekki og 3-2 útisigur KR staðreynd.

KR er í 5. sæti með 14 stig. FH hefur farið illa af stað á leiktíðinni en liðið hefur aðeins fengið sjö stig úr átta leikjum.

FH 2 – 3 KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (‘7)
0-2 Kjartan Henry Finnbogason (’33)
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson (’36)
1-3 Finnur Orri Margeirsson (’55, sjálfsmark)
2-3 Logi Hrafn Róbertsson (’88)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld