fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar um stórleik kvöldsins: „Liverpool hefur hungrið í þetta í ár“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 13:30

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni var fyrirferðamikill í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbraut á föstudögum. Þar mætast Real Madrid og Liverpool í París. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Jóhann Már er stuðningsmaður Chelsea og er að skila bikarnum. „Þetta verður geggjaður leikur og fyrir mér hefur Real Madrid verið algerir skemmtikraftar. Sérstaklega í útsláttarkeppninni. Þetta er búið að vera lygilegt hvernig þeir hafa farið áfram. Mér finnst Liverpool sigurstranglegri en mér finnst Real vera þannig að það er ekki hægt að afskrifa þá.“

video
play-sharp-fill

Jóhann segir að Real hafi oft verið nálægt því að detta út en alltaf hafi liðið fundið leið til að koma til baka. „Þetta er ótrúlega skrýtið fótboltalið,“ segir hann og Hjörvar tekur undir það.

„Liverpool liðið er betra lið en Real og ég skil ekki ennþá hvernig Real fór í gegnum Manchester City því City er með miklu betra lið. En það er ekki hægt að horfa framhjá þessum sigur DNA sem er í liðinu og félaginu. Þeir eru ótrúlegir.

En ég hef séð mjög marga leiki með Real í vetur þar sem þeir hafa ekki verið neitt sérstakir. Barcelona pakkaði þeim saman á heimavelli og það er allt með því að Liverpool vinni þennan leik. Liverpool hefur hungrið í þetta í ár. Liverpool er betra og sú krafa sem ég geri á þennan leik er að ég fái mörk í venjulegum leiktíma. Ég nenni ekki 0-0.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
Hide picture