fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

„Ef peningar eru að fara stjórna ferðinni þá er allt upp á borðum“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni var fyrirferðamikill í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbraut á föstudögum. Þar mætast Real Madrid og Liverpool í París. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Úrslitaleikurinn er sýndur á Viaplay og verður mikið húllumhæ í kringum leikinn en útsending hefst um 90 mínútum fyrir upphafsspark og munu Hörður Magnússon og Heimir Hallgrímsson lýsa. Kjartan Henry kíkir í settið með Kára Árnasyni og Rúrik Gíslasyni. „Við byrjum hálf sex og við hefðum þess vegna byrjað klukkan fjögur því það er af nægu að taka. Endalaust efni. Kjartan kíkir inn og velur uppáhalds mörkin sín frá Benzema og Salah. Svo er þetta þannig að við höldum áfram til 18.42 þá förum við á tónleika með UEFA þar sem Camila Cabello treður upp.“

Jóhann sagði eitt sinn í Doktornum að UEFA gætu verið að skoða að breyta úrslitaleiknum og gert hann í anda Super Bowl og haft jafnvel Meistardeildarviku. „Ef við tölum bara um úrslitaleikinn. Ég skil að þetta fari í taugarnar á einhverjum þetta tónlistaratriði. Ég er alveg pínu af gamla skólanum og vil fá upphitun og leikmenn labba inn á.

video
play-sharp-fill

Ég vona að þetta verði ekki Meistaradeild Evrópu í framtíðinni að það verði gert í anda Superbowl, ég vona að við sjáum ekki hálftíma hálfleik því þá ertu búinn að breyta fótboltaleiknum. Ég vona að þetta verði ekki þróunin en ef peningar eru að fara stjórna ferðinni þá er allt upp á borðum.“

Hjörvar bendir að Meistaradeildin sé alltaf að stækka og bráðum verði liðin 40 í deildinni. „Þetta er alltaf að stækka og það er óumflýjanlegt að það verði ekki einhverskonar Meistaradeildarvika þar sem unglingaleikurinn verði á þriðjudegi, fimmtudeginum verði kvennaleikurinn og á föstudeginum tónleikar og hátíð. Þeir munu finna leiðir. Meistaradeildin verður bandaríkjavædd meira og meira hvort sem okkur líkar betur að verr. Markaðsöflin munu ráða þessu og þetta verður gert að hátíð. Week of football. “

Jóhann benti á að það sé stutt síðan úrslitaleikurinn var á miðvikudegi. „Það var 2009 þannig það er ekki svo langt síðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture