fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Haukar unnu Fylki – HK með fullt hús

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Leikið var í þriðju umferð.

Haukar tóku á móti Fylki á Ásvöllum. Fyrrum leikmaður Hauka, Vienna Behnke, kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 5. mínútu. Útlitið var gott fyrir Fylki en á stuttum kafla skömmu fyrir leikhlé sneru Haukar leiknum við með tveimur mörkum frá Keri Michelle Birkenhead.  Þórey Björk Eyþórsdóttir innsiglaði svo 3-1 sigur heimakvenna með marki eftir rúman klukkutíma leik.

Um fyrstu stig Hauka er að ræða en Fylkir er enn án stiga.

Fjölnir tók á móti Augnabliki. Mark Söru Montoro á 20. mínútu sá til þess að heimakonur leiddu 1-0 í hálfleik. Þær Júlía Katrín Baldvinsdóttir og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoruðu hins vegar fyrir gestina í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.

Augnablik var að sækja sín fyrstu stig en Fjölnir er án stiga.

HK vann þá sigur á Tindastól en upplýsingar um markaskorara vantar frá þeim leik sem stendur.

HK er með fullt hús stiga en Tindastóll er með sex stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“