fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Haukar unnu Fylki – HK með fullt hús

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Leikið var í þriðju umferð.

Haukar tóku á móti Fylki á Ásvöllum. Fyrrum leikmaður Hauka, Vienna Behnke, kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 5. mínútu. Útlitið var gott fyrir Fylki en á stuttum kafla skömmu fyrir leikhlé sneru Haukar leiknum við með tveimur mörkum frá Keri Michelle Birkenhead.  Þórey Björk Eyþórsdóttir innsiglaði svo 3-1 sigur heimakvenna með marki eftir rúman klukkutíma leik.

Um fyrstu stig Hauka er að ræða en Fylkir er enn án stiga.

Fjölnir tók á móti Augnabliki. Mark Söru Montoro á 20. mínútu sá til þess að heimakonur leiddu 1-0 í hálfleik. Þær Júlía Katrín Baldvinsdóttir og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoruðu hins vegar fyrir gestina í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.

Augnablik var að sækja sín fyrstu stig en Fjölnir er án stiga.

HK vann þá sigur á Tindastól en upplýsingar um markaskorara vantar frá þeim leik sem stendur.

HK er með fullt hús stiga en Tindastóll er með sex stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík