fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 10:00

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristall Máni Ingason leikmaður Víkings fékk eins leiks bann fyrir að kýla Davíð Ingvarsson varnarmann Breiðabliks. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á sunnudag.

Margir áttu von á því að Kristall myndi fá tveggja leikja bann en fyrr í sumar fékk Oleksiy Bykov varnarmaður KA tveggja leikja bann fyrir ofbeldisfulla hegðun.

„Því miður ekki í fyrsta skiptið sem það er mismunun í kerfinu og heldur ekki það síðasta,“ skrifar Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA á Twitter í gær og er greinilega ekki sáttur með kerfið hjá KSÍ og hvernig aganefnd sambandsins vinnur.

Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings er alls ekki á sama máli og Sævar. „Engin mismunun. Var ekki haus í haus og blóðgun hjá þínum manni.“

Bæði atvik áttu sér stað í Bestu deildinni en Sævar ítrekar að hann hafi ekkert viljað sjá Kristal fá lengra bann. „Bara til að hafa hlutina á hreinu þá er ég ekki að kalla eftir aukaleik á þinn mann. Vandamál fótboltans er að dómstóllinn skoðar málin ekki heldur fer alfarið eftir skýrslu domara. Í tilfelli Bykov metur domari það sem ofsalega framkomu og því metur dómstóll það sem aukaleik,“ segir Sævar og útskýrir þar með mál sitt.

Haraldur útskýrir svo hvers vegna Kristall fékk bara einn leik í bann. „Átta mig á því að þú ert ekki að kalla eftir því. Kristall er líka með ofsalega framkomu en eins og ég sagði fyrst þá er það metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit leikmanns heldur en í skrokk. Það eru reglurnar og því sá Víkingur t.d. enga ástæðu til að skila greinargerð.“

Sævar vill að aganefnd KSÍ skoði málin betur en að fara í einu og öllu eftir skýrslu dómara. „Ég vil sjá að dómstóll geti skoðað málin ekki að einu gögnin sem farið er eftir sé skýrsla domara. Það virðist engu máli skipta þó félög skili inn andsvari eður ei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Í gær

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Í gær

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn