fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: HK og Grindavík með sigra – Nýliðarnir enn án stiga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Grindavík tók á móti Þrótti Vogum og vann nokkuð öruggan sigur í tilþrifalitlum leik.

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Kairo Edwards-John tvöfaldaði forystu þeirra á 64. mínútu.

Dagur Ingi innsiglaði svo 3-0 sigur Grindvíkinga með marki undir lok leiks.

Grindavík er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins. Þróttarar eru án stiga eftir tvö 3-0 töp í upphafi leiktíðar.

Þá heimsótti HK lið KV í Vesturbæ.

Gestirnir byrjuðu mun betur og komust í 0-2 eftir rúmar tíu mínútur með mörkum frá Ásgeiri Marteinssyni og Hassan Jalloh.

KV tók aðeins við sér þegar leið á fyrri hálfleikinn en HK leiddi þó með tveimur mörkum í hálfleik.

Ekki mikið markvert gerðist í seinni hálfleik en Patryk Hryniewicki minnkaði muninn fyrir heimamenn á lokamínútum leiksins. Bjarni Páll Linnet Runólfsson átti þó eftir að skora þriðja mark HK og innsigla 1-3 sigur.

HK náði þar með í sín fyrstu stig á tímabilinu en KV er enn án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag