fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: HK og Grindavík með sigra – Nýliðarnir enn án stiga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Grindavík tók á móti Þrótti Vogum og vann nokkuð öruggan sigur í tilþrifalitlum leik.

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Kairo Edwards-John tvöfaldaði forystu þeirra á 64. mínútu.

Dagur Ingi innsiglaði svo 3-0 sigur Grindvíkinga með marki undir lok leiks.

Grindavík er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins. Þróttarar eru án stiga eftir tvö 3-0 töp í upphafi leiktíðar.

Þá heimsótti HK lið KV í Vesturbæ.

Gestirnir byrjuðu mun betur og komust í 0-2 eftir rúmar tíu mínútur með mörkum frá Ásgeiri Marteinssyni og Hassan Jalloh.

KV tók aðeins við sér þegar leið á fyrri hálfleikinn en HK leiddi þó með tveimur mörkum í hálfleik.

Ekki mikið markvert gerðist í seinni hálfleik en Patryk Hryniewicki minnkaði muninn fyrir heimamenn á lokamínútum leiksins. Bjarni Páll Linnet Runólfsson átti þó eftir að skora þriðja mark HK og innsigla 1-3 sigur.

HK náði þar með í sín fyrstu stig á tímabilinu en KV er enn án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Í gær

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 3 dögum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“