fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Uppgjöf ungra Íslendinga – „Fara heim til mömmu og fá fleiri hundruð þúsund“

433
Sunnudaginn 13. mars 2022 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um peningana í íslenska boltanum í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöldið. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs mætti í settið en hann fékk Sigurð Ragnar Eyjólfsson í 433 þáttinn í miðri viku.

Þar sagði Sigurður að rekstur sumra félaga gæti hreinlega ekki verið sjálfbær og launin sem er verið að bjóða leikmönnum væru slík að Keflavík gæti ekki keppt við þau. Keflavík gæti keppt öðruvísi og það væri með mínútum á vellinum sem væri þó ekki endilega forgangsatriði hjá ungum leikmönnum.

Hörður benti á að Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, hefði opnað á umræðuna í Doktor Football ekki alls fyrir löngu. Þar hafi hann nefnt töluna 900 þúsund. Hann fagnaði þó að fótboltamenn á Íslandi gætu lifað sómasamlegu lífi með því að sparka í bolta.

video
play-sharp-fill

Eyjólfur Héðinsson, sem var gestur í þættinum, benti á peningar hefði lengi verið í íslenska boltanum en hann fór úr ÍR í Fylki árið 2003.

„Það er alveg töluvert af peningum í íslenskum fótbolta. Það er ekkert í fyrsta sinn sem það er.“

„Ég man eftir að þegar ég fór í Fylki árið 2003 þá var ég 18 ára. Þegar ég mætti á fyrstu æfingu þá tók ég strætó upp í Árbæ og kom með krullurnar og bólugrafinn og framhjá mér bruna tvær glænýjar BMW bifreiðar. Í annari var Haukur Ingi Guðnason sem var nýbúið að kaupa frá Keflavík og í hinni var Kjartan Antonsson sem var keyptur frá ÍBV.“

„Í Fylki á þeim tíma voru ekkert nema fyrrum landsliðsmenn og þeir sem höfðu spilað erlendis. Það var alveg bókað að þeir voru að fá ágætlega borgað. Þannig þetta er ekkert í fyrsta sinn sem það eru miklir peningar í liðunum.“

Hann sagði að hann hefði fengið árangurstengd laun á þeim tíma en munurinn væri að ungir leikmenn fengu allt of mikið borgað. Sérstaklega þeir leikmenn sem hefðu farið snemma út og gefist upp. „Það er ekkert sérstaklega góð þróun því hvatinn til að komast aftur út er miklu minni. Þeir hafa það svo gott hérna heima enda er það smá umhugsunarefni hversu margir koma fljótt heim aftur. Þeir fara út í nokkra mánuði og gefast svo upp. Fara heim til mömmu og í gamla klefann og fá fleiri hundruð þúsund.

Þarna þarf að breyta þessu í árangurstengd laun eða ef þeir eru seldir aftur út fá þeir 10 prósent af sölunni eða eitthvað þannig. Bara hugmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Liverpool var frá í meira en 500 daga – Mætti aftur á völlinn og er í skýjunum

Fyrrum leikmaður Liverpool var frá í meira en 500 daga – Mætti aftur á völlinn og er í skýjunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera
433Sport
Í gær

Réðst á hárprúða manninn og fær þunga refsingu

Réðst á hárprúða manninn og fær þunga refsingu
Hide picture