Benfica hefur gefið frá sér tilkynningu varðandi leikmanninn Enzo Fernandez sem er einn sá eftirsóttasti í Evrópu.
Fernandez er 21 árs gamall og stóð sig frábærlega með Argentínu á HM og er orðaður við stærstu lið heims.
DAZN á Ítalíu hafði það eftir forseta Benfica, Rui Costa, að leikmaðurinn væri fáanlegur í janúar fyrir 120 milljónir evra sem á að vera kaupákvæði í hans samning.
Benfica hefur nú svarað þessum fréttum og þvertekur fyrir það að Costa hafi látið þessi ummæli falla.
,,SL Benfica vill koma því á framfæri að forseti félagsins, Rui Costa, sagði aldrei þessi orð sem eru birt á Ítalíu af DAZN,“ sagði í tilkynningunni.
,,Benfica heldur því enn fram að félagið muni treysta á Enzo Fernandez þar til að tímabilinu lýkur.“