Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður Al Nassr í Sádí Arabíu en þetta wer staðfest nú í kvöld.
Ronaldo er 37 ára gamall en hann yfirgaf Manchester United fyrr á árinu eftir að hafa verið ósáttur þar.
Samningi Ronaldo við Man Utd var rift og var hann því frjáls ferða sinna og skellti sér til Sádí Arabíu.
Ronaldo mun klæðast treyju númer sjö hjá Al Nassr og er orðinn launahæsti leikmaður heims.
Ronaldo skrifar undir samning til ársins 2025 og ljóst er að þetta er líklega hans síðasta félag.
🚨 OFFICIAL: Cristiano Ronaldo joins Al Nassr, here we go! Contract valid until 2025 🇵🇹🇸🇦 #Ronaldo pic.twitter.com/HB562KnaTf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2022