Brasilíska goðsögnin Pele er fallin frá eftir að hafa glímt við erfið veikindi í dágóðan tíma.
Pele er talinn vera einn besti knattspyrnumaður sögunnar en hann var 82 ára gamall er hann lést á sjúkrahúsi í Brasilíu.
Fyrr í mánuðinum var greint frá alvarlegum veikindum Pele og barst hann lengi fyrir lífi sínu.
Pele var stórkostlegur leikmaður á sínum tíma en hann vann HM þrisvar með Brasilíu, 1958, 1962 og 1970.
Hann lék allan sinn feril í heimlandinu með Santos fyrir utan tvö ár í Bandaríkjunum með New York Cosmos.
Pele skoraði alls 655 mörk í 700 leikjum fyrir félagslið og þá 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu.