fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Varpa ljósi á það hvernig Liverpool hafði betur gegn United í baráttunni um Gakpo

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita er Cody Gakpo að ganga í raðir Liverpool frá PSV. Félagið sigraði baráttuna við Manchester United um leikmanninn, en flestir höfðu talið líklegra að leikmaðurinn endaði á Old Trafford.

Enski miðillinn Mirror fór í saumana á því hvernig Liverpool klófesti leikmanninn.

Liverpool mun alls greiða PSV um 45 milljónir punda fyrir þjónustu hins 23 ára gamla Gakpo. Félagið var tilbúið að greiða meira en United í fyrstu greiðslu, en Liverpool greiðir PSV 37 milljónir punda strax og á svo restin eftir að bætast ofan á.

Þegar æðstu menn hjá United heyrðu af þessum áformum Liverpool sættu þeir sig við að stríðið væri tapað og að Gakpo færi á Anfield, þrátt fyrir að sóknarmaðurinn, sem getur leyst allar stöður fremst á vellinum, hafi verið helsta skotmark Erik ten Hag, stjóra United, fyrir janúargluggann.

Þá hjálpaði það Liverpool mikið að sjálfur Jurgen Klopp setti mikið í að fá Gakpo til félagsins. Vinna United fór meira fram hjá stjórnarmönnum.

Loks á Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, að hafa hjálpað til. Hann er liðsfélagi Gakpo hjá hollenska landsliðinu, þar sem sóknarmaðurinn fór á kostum.

Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Í gær

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta