fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Alfons segir Arnar Þór hafa spilað hlutverk í félagaskiptunum – ,,Ég heyrði góðar sögur“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 21:31

Mynd: Twente

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur gert samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente.

Samningur leikmannsins við Bodo/Glimt í Noregi var runninn út og voru mörg lið að skoða hans mál.

Alfons er 24 ára gamall hægri bakvörður en hann lék með Bodo frá 2020 og náði mögnuðum árangri.

Alfons varð norskur meistari með Bodo og náði liðið einnig frábærum sprett í Evrópukeppni.

Alfons ræddi við heimasíðu Twente í kvöld eftir að skiptin voru staðfest.

,,Þegar ég lék með Bodo/Glimt gegn PSV og AZ þá upplifði ég andrúmsloft vallana hérna. Það var stór ástæða fyrir því að ég valdi Holland,“ sagði Alfons.

,,Um leið og ég heyrði af áhuga Twente þá fylgdist ég með leikjum liðsins og var mjög hrifinn af tenging leikmannana og stuðningsmanna.“

,,Twente er lið sem spilar af mikilli orku sem hentar mér. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, spilaði líka með félaginu og ég heyrði góðar sögur frá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar